Fréttir


Sjómannadagurinn 2017

Sjómannadagurinn 2017

11.06.2017
Hamingjuóskir.
Lesa meira

Kosning um boðun vinnustöðvunar

19.09.2016
 Kostning um boðun vinnustöðvunar.
Lesa meira

Nýir samningar

30.06.2016
 Félagsmenn Sjómannafélagsins Jötuns kynning og atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga.
Þitt atkvæði skiptir máli.
Lesa meira

Aðalfundur Jötuns 2015

08.04.2015
 Hér undir eru ályktanir aðalfundar 2015.
Lesa meira

Dómur Hæstaréttar um laun í veikindum og slysatilfellum.

05.03.2015
Nýverið féll dómur í Hæstarétti vegna launa í veikinda- og slysatilfellum þegar menn eru í skiptikerfi uppá hálfan hlut alltaf. 50/50
Hér fyrir neðan er greinargerð um dóminn en takið eftir að fyrst er reifað hvernig veikinda- og slysaréttur er hjá landfólki en svo er tekið á sjómönnunum fyrir neðan
 
Lesa meira

Aðalfundur Jötuns

14.05.2012
14 maí 2012
Aðalfundur Jötuns hefur undanfarin ár verið á föstudeginum fyrir Sjómannadag.
Nú verður mjög mikið um að vera þá helgina og varla fæst nokkur kjaftur til að mæta á aðalfund. Því hefur stjórn Jötuns ákveðið að fresta aðalfundinum. Annaðhvort til goslokahátíðar eða til síðustu viku ágúst.
Lesa meira

8 mars 2012

08.03.2012
Sjómenn.
Jötunn býður upp á skattskýrslugerð fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu
Mæta með gögn og lykilorð fyrir skattmann og við afgreiðum málið fljótt og vel. Skrifstofan í Alþýðuhúsinu er opin 13-17 alla virka daga og svo er formaðurinn alltaf með símann við hendina 869-8687.
Ef þið sendið póst á formann sendið þá á jotunn@simnet.is
Lesa meira

Verstöðin

15.12.2011

 

Verstöðin 15 des 2011

Moren.

Nú eru nokkrir að landa. Dala-Rafn er með 40 tonn, Frár með 35 tonn, Þórunn með 80 tonn, Vídalín landaði í gær 100 tonnum. Rauði herinn er á morgun. Dala-Rafn og Frár eru hættir fyrir jól. Vídalín er að fara út og Þórunn verður að fram að jólum og milli hátíða. Gullgámurinn freistar enn. Guðmundur er kominn úr austurvíking og er að landa 830 tonnum af norsk-íslenskri síld. Huginn er búinn með sinn skammt af íslandssíld og er kominn með jólaljósin. Skúrað og skrúbbað fyrir jólin og skipin skreytt.

Ein gömul siglingasaga að norðan.

 

Lesa meira

Miðvikudagur 22 júní 2011

22.06.2011
Miðvikudagur 22 júní 2011
Góðan og blessaðan.
Minni félagsmenn á orlofsstyrkinn sem við greiðum út yfir sumarmánuðina. Þú kemur með greiddan reikning fyrir einhverskonar orlofskostnaði og færð kr. 15.000 uppí reikninginn.
Samþykkt var á aðalfundinum okkar að bæta við tveimur nýjum styrkjum. Vegna hjartaverndar og krabbameinsskoðunar. Allt að 50% reiknings er styrkhæft.
Sjómenn hafa samið um hækkanir á kaupliðum við LÍÚ. Sjá á vef sjómannasambandsins www.ssi.is
Lesa meira

Aðalfundur Jötuns

06.06.2011
Mánudagur 6 júní 2011
Aðalfundur Jötuns var haldinn s.l. föstudag og mættu 38 manns. Líflegar umræður urðu á fundinum um nýju frumvörpin um fiskveiðistjórnunina. fundurinn samþykkti ályktun um frumvörpin og kemur hún
Lesa meira

Mánudagur 10 janúar 2011

10.01.2011
Mánudagur 10 janúar 2011.
Góðan dag.
Jötunn hefur nú tekið upp þá þjónustu að hægt er kaupa far með Herjólfi á skrifstofu félagsins.
Viðmiðunarverð á karfa hækkar um 5% og lækkar á ufsanum um 5% frá og með 6. jan 2011, aðrar tegundir standa í stað. www.verdlagsstofa.is
Þórunn Sveins kom inn í morgun eftir tveggja daga útiveru við veiðarfæraprófanir. Eitthvað var auto trollið bilað en unnið er að viðgerð og verið að sníða síðustu hnökrana af aðgerðarkerfinu.
Blogg um sjómannaafsláttinn á www.valmundur.blog.is
Lesa meira

SSÍ þing

Mánudagur 6. des 2010

06.12.2010
Mánudagur 6. des 2010.
Fimmtudag og föstudag s.l. héldum við sjómenn þing í Reykjavík. Það var 27. þing Sjómannasambandsins. Skemmtilegt og fræðandi þing. Mörg ný andlit og gaman að fá nýtt blóð. Fimmtudagurinn fór í ræðuhöld og fræðslu framanaf. M.a. flutti Jón bóndi okkur ræðu. Hvatti til víðsýni og stefnufestu og að menn ættu að vera samkvæmir sjálfum sér. Bara ef það hentar í það og það skiptið bætti ég við. En nóg um það. Seinnipartinn á fimmtudeginum var blásið til ,,þjóðfundar'' sjómanna..............
Lesa meira

Fimtudagur 11 nóv. 2010

11.11.2010
fimmtudagur 11. nóv 2010.

Nú er fimmtudagur og þá landa alltaf margir í Eyjum. Bergur, Frár, Bergey, Brynjólfur, Suðurey, Álsey, Guðrún Guðleifsdóttir og Glófaxi. Sæmilegt hjá flestum en þó ekkert mok enda komið haust á þessu nema á síldinni. Þar ganga menn nánast þurrum fótum í Breiðafirðinum. Ísfélagið vinnur síld á vöktum og sendir bolfiskinn til vinnslu á Þórshöfn. Vinnsló er í bolfiski nema um helgar, þá er unnin síld. Vongóðu gæjarnir í Goodhaab eru að gera það sæmilegt og aðrir kvarta ekki upphátt.

Þannig að ekki er ástæða til að vola yfir ástandinu. Nema þá helst höfninni hérna hinu megin við Álinn. Hún gerir okkur lífið leitt en ekki tjóar að gefast upp og grenja heldur safna liði og leysa málið. Heyrst hefur á götubylgjunni að Siglingastofnun sé búin að finna hentugt dýpkunarskip sem hún annað hvort leigi eða kaupi til dýpkunar Landeyjahafnar. Svo væri nú ekki úr vegi að reiknimeistararnir sem hönnuðu höfnina settust niður og hönnuðu varnargarð sem ver höfnina betur fyrir úthafsöldunni og öllum blessuðum sandinum og öskunni. Talandi um ösku, þá er eins og á sé þoka núna, þó heiðskýrt sé. Öskufjúkið í norð-austan áttinni er ennþá mikið.


 
Lesa meira

07.10.2010

Moren.

Nú dynja á okkur niðurskurðartillögur ríkisstjórnar sem kennir sig við norræna velferð. Norræn velferð ,my ass.þessar tillögur bera með sér algeran skort á innsæi og eru í raun móðgun við harðduglegt fólk sem gerir allt sem í þess valdi er, til að hífa landið okkar uppúr öldudalnum. Hér í Vestmannaeyjum myljum við inn gjaldeyri í varasjóðinn hans Steingríms sem aldrei fyrr. Samt sem áður skal refsa oss með öllum ráðum. En mig grunar að þessar tillögur eigi eftir að breytast og það nokkuð mikið. Þetta segi ég vegna þess að ríkisstjórnin hefur áður sett fram rosalegar tölur um niðurskurð og dregið svo í land. Sem sagt, þetta er taktík sem leikin er til þess að sætta okkur við þann niðurskurð sem síðan verður að veruleika.

Væri nú ekki farsælla fyrir hina ,,norrænu velferðarstjórn'' að byrja á réttum enda í niðurskurðinum. Eigum við að nefna utanríkisþjónustuna, listamannalaun, ofurlaun fjármálasnillinganna í skilanefndunum og bönkunum og áfram má lengi telja áður en farið er að krukka í heilbrigðis- og skólakerfið. Kommon gera þetta rétt.

Annars er það að frétta að Bergeylandaði í gær 45 tonnum. Vestmannaey landaði í morgun einnig 45 tonnum, Vídalín og Brynjólfur voru líka í morgun. Brynki var með 40 kör af heilum humri og rúm 30 tonn af fiski, veit ekki með Vídóinn.

Lesa meira

Mánudagur 6. sept 2010

06.09.2010
Mánudagur 6. sept 2010

Moren.

Það er búið að vera bræla síðan á föstudag og ekkert lát á veðrinu. Austan og S- austan þræsingur alltaf hreint. Herjólfur kemst ekki í Bakkafjöru sökum þess að ekki er nægt dýpi í og við Landeyjahöfn. Lóðsinn er að kanna aðstæður og hvort hægt verður yfir höfuð að sigla. Ösku ógeðið úr Markarfljótinu virðist vera að stífla Landeyjahöfn.

Annars er það að frétta að Vestmannaey og Bergey lönduðu í morgun tæpum 85 tonnum hvor af ufsa. Svo er stöðugt rennirí af skipum að lesta afurðir úr Verstöðinni.

Þrándur í Götu og Fagraberg lönduðu um helgina í Ísfélagið um 2600 tonnum af makríl og þeir fá um 80 kr/kg, sem er helvíti gott verð. Íslensku skipin fá um helmingi minna. Sumir verða nú að girða sig í brók og bretta upp ermar. Þetta er alltof mikill munur og krefst skýringar af hálfu útgerðarmanna. Frændur vorir Færeyingar eru ekkert að liggja á upplýsingum um verðið sem þeir fá hér og birta það á heimasíðum skipa sinna.

Lesa meira

16.08.2010

Moren á mánudegi 16 ágúst 2010.

Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast aftur eftir þjóðhátíðina. Stöðvarnar komnar í gang og bræðslurnar. Vídalín landaði í morgun rúmum 90 tonnum, mest ufsa. Bergey var með fullfermi, rúm 60 tonn einnig ufsi. Svo er Þorsteinn búinn að landa 1600 tonnum af síld og makríl í bræðslu í FESið og Kap með 1300 tonn í Gúanóið.

Hitti nokkra góða spjallara í morgun og hafði einn þeirra á orði að ekki þyrfti heilt knattspyrnuhús til að ÍBV væri á toppnum. Vildi hann meina að vinna við húsið lægi niðri og ef ÍBV landaði titlinum yrði húsið tekið niður og notað til að byggja yfir Skipalyftuna.

Lesa meira

06.07.2010

Makríl og síldarverð.

Moren allir til sjávar og sveita.

Það er rigning hér í Verstöðinni en annars aðgerðarlítið veður. Makrílflotinn leitar nú austur á bóginn því lítið hefur fundist hér heimavið. Enn borga stöðvarnar í Eyjum lægsta bræðsluverðið. Nú eru borgaðar kr. 28 í bræðslu. Austfirðingarnir borga frá kr. 33 til 37 fyrir bræðslufiskinn. Þetta er of mikill munur að mínu mati og ég trúi því ekki að óreyndu að Eyjamenn séu stoltir af því að vera lægstir. Líklega verðum við að vísa verðinu hér til Verðlagsstofu skiptaverðs til að fá leiðréttingu í þessum málum. Vonandi þurfum við þess þó ekki og náum saman með útgerðinni.Annars er lítið að frétta. Togbátaflotinn er að eltast við ýsu víða um hafið og hörfa undan þeim gula. Dala Rafn er að fara á makríl um helgina og verður spennandi að fylgjast með hjá þeim. Einnig ætla Vestmannaey og Bergey að tvílembast á makríl bráðlega og það er líka spennandi dæmi.

Lesa meira

Fimmtudagur 1. júlí 2010

01.07.2010
Fimmtudagur 1. júlí.
Bræluskítur á miðju sumri hjá okkur í Verstöðinni. Allir í landi nema Bergur sem er væntanlegur fyrir helgi, enda goslokahelgi og Bergsmenn láta ekki gott gaman fram hjá sér fara. Bylgja er í slipp í Hafnarfirði í vélarupptekt.
Verðlagsmálin í makrílnum og síldinni eru að skýrast og ég trúi ekki að úgerðin í Eyjum vilji vera með lægsta verðið ásamt Hornfirðingunum. Nú er Verðlagsstofa skiptaverðs komin í góðar hendur og ef ekki vill betur til vísum við verlagsmálunum til þeirra. Vonandi verður verðið á svipuðum nótum og hjá öðrum og enginn slagur.
Minni á orlofsstyrkinn og tómstundastyrk. Hafið samband við skrifstofuna eða sendið póst.
Kv. Valmundur
Lesa meira

Þriðjudagur 1. júní 2010

01.06.2010
Þriðjudagur 1. júní 2010.
Sælir allir sjómenn í Vestmannaeyjum.
Aðalfundur Jötuns verður á föstudaginn. Venjuleg aðalfundarstörf. Eitthvað í hárið á eftir.
Nú eru kjarasamningar á næsta leiti og nóg að spjalla um.
Muna svo Sjómannadaginn og taka þátt. Vantar róðrarlið fyrir Jötunn. Glæsileg verðlaun í boði.
Kveðja Valmundur.
Lesa meira

Mánudagur 22 mars

22.03.2010
Mánudagur 22 mars.
Góðan og blessaðan.
Bendi á bloggsíðu formanns. www.valmundur.blog.is  þar eru nýjustu fiskifréttir hvern dag og sögur úr hversdagslífinu.
Kveðja Valmundur
Lesa meira