Fréttir


Þrijudagur 16 febrúar 2010

16.02.2010
Þriðjudagur 16 feb. 2010.
Sælir félagar.
Eins og ég hef greint frá áður þá hefur stjórn félagsins ákveðið að  hætta að láta rúmföt og handklæði fylgja íbúðunum í Reykjavík.  þetta er gert frekar en að hækka verðið á leigunni en allur kostnaður hefur hækkað eins og flestir vita. Hægt verður að leigja rúmfatnað og handklæði ef fólk vill. Verðinu er stillt í hóf og kostar kr. 700 fyrir manninn. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Eins og þipð sjáið er nú hægt að skoða á heimasíðunni hvort íbúðirnar eru lausar, en hafið samt samband þó þið sjái'ð að íbúðirnar séu uppteknar, það getur breyst með stuyyum fyrirvara.
Kveðja Valmundur
Lesa meira

Miðvikudagur 10 febrúar 2010

10.02.2010
Miðvikudagur 10 feb. 2010
Daginn. Þá er maður kominn á fullt eftir hálfan mánuð í Egyptalandi. Gullberg landaði í morgun 65 tonnum mest þorski og Suðurey var með fínan afla að austan, mest ýsu og nokkuð af karfa.
Í mars byrjum við að leigja út lín og handklæði í íbúðunum okkar í Reykjavík. Kostnaðurinn er hlaupinn út um víðan völl og völdum við þennan kost frekar en að hækka leiguna. Verðinu verður stillt í hóf og verður líklega 600-700 kr fyrir rúmið. Svo er auðvitað hægt að taka þetta bara með sér og spara sér leiguna.Auglýsing kemur í næstu viku í bæjarblöðunum.
Lesa meira

Fostudagur 22 jan 2010

22.01.2010
Fostudagur 22 jan 2010.
Erum 'i Egyptalandi ad sleikja solina og flyja braeluna. Gaman ad sja samstodu eyjamanna i gaer og eg tek heilshugar undir alyktunina sem var samtykkt.
Leitt med vedrid hja ykkur en s.l. manudag ringdi herna og ta hafdi ekki ringt i 13 ar!
Ekki mikil utgerd her en fiskurinn er godur og risahumarinn er lostaeti.
Skrifa aftur i naestu viku kv. Valli
Lesa meira

Mánudagur 4 jan 2010

04.01.2010
Mánudagur 4 jan 2010
Nýtt ár er gengið í garð með væntingum um gott gengi. En héðan er það að frétta að flestir eru farnir á sjó og færeyski ofurdallurinn Finnur Fríði landaði í FESið í gær 3500 tonnum af kolmunna sem fengust í færeyskri lögsögu. Þangað er Guðmundur farinn að reyna fyrir sér og á að frysta held ég. Depludúddarnir eru farnir til leitar nokkrir, en engar fréttir ennþá.
Lesa meira

Laugardagur 2 janúar 2010

02.01.2010
Laugardagur 2 des 2010
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Stjórn Jötuns
Lesa meira

Miðvikudagur 30 des 2009

30.12.2009
Miðvikudagur 30 des 2009
FUNDUR
 
Jæja sjóarar nú mæta allir í Alþýðuhúsið kl. átta í kvöld. Allir sjómenn velkomnir.
Næg eru tilefnin til að funda.
Sjómannafélögin í Eyjum
Lesa meira

Mánudagur 28 desember 2009

28.12.2009
Mánudagur 28 des 2009
Góðan dag.
Gleðilega hátíð. Hér snjóar og snjóar, tími kominn á skíðin!
Hef ekki skrifað á heimasíðuna síðan 18 des. sorry, en skrifa yfirleit annan hvern dag á www.valmundur.blog.is...........
Lesa meira

Föstudagur 18 des 2009

18.12.2009

Föstudagur 18 des 2009

Moren. Þorsteinn landaði í morgun um 40 tonnum og er hættur fyrir jól. Vídalín og Brynjólfur eru líka stopp en Brynjólfur var með um 30 tonn.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.................

Lesa meira

Þrijudagur 15 des 2009

15.12.2009
Þriðjudagur 15 des 2009
Moren.
Það er bara vorveður í Verstöðinni. 6-9 stiga hiti dag eftir dag og blíða til sjávar og sveita. Gullberg landaði í gær fullfermi af ufsa og þorski. Landað Síldarflökum úr Guðmundi í gær og í dag um 850 tonn. Sæmilegur slatti það...........
 
 
Lesa meira

Föstudagur 11 des 2009

11.12.2009
Föstudagur 11 des 2009
Moren.
Helvítis bræla í Verstöðinni í dag. Smáey, Vestmannaey, Bergey, Bylgja, Bergur og einhverjir fleiri lönduðu í morgun. Flestir með um 30-45 tonn af blandi. Bylgja þó með rúm 30 tonn af þorski........
Lesa meira

Fimmtudagur 10 des 2009

10.12.2009
Fimmtudagur 10 des 2009
Moren.
Það er búinn að haugasjór hérna í nokkra daga, uppí 4,5 m á Bakkafjöruduflinu. Það er semsagt ófært í Bakkafjöru segir Leifur í Gerði.
Suðurey landaði í morgun um 70 tonnum af blönduðu, var fyrir vestan. Fiskurinn af Suðurey og Þorsteini er bæði unnin hér og á Þórshöfn en þangað er honum ekið héðan, auðvitað fyrst með Herjólfi.
Vídalín landaði í fyrradag 45 tonnum, mest þorski.......
Lesa meira

Þriðjudagur 8 des 2009

08.12.2009
Þriðjudagur 8 des 2009
Moren.
Enn ein ,,gleðifréttin'' af málefnum sjómanna kom fram um helgina. Það stendur nefnilega til að fækka þyrlum LHG um eina, úr þremur í tvær. Einnig verður bara ein áhöfn tiltæk þriðjung úr ári........
 
 
Lesa meira

Mánudagur 7 des 2009

07.12.2009
Mánudagur 7 des 2009
Daginn. Lítið að frétta í verstöðinni. Fiskiríið er frekar tregt hjá trollurunum en þó verður að segja eins og er að það er sæmilegt miðað við árstíma. Hjá netabátunum er mok af ufsa og ekkert lát þar á og verðið frábært á markaðnum um 200 kall kílóið. Stöðvarnar mættu borga meira fyrir ufsann. Þær borga undir 100 kallinum, sem er auðvitað lélegt miðað við markaðinn............
Lesa meira

Miðvikudagur 2 des. 2009

02.12.2009
Miðvikudagur 2. des. 2009.
Í gær er greint frá á vef fiskistofu, útflutningi á óunnum afla á síðasta fiskveiðiári (2008/2009).
Samantektin og  tölur síðustu ára styrkja málstað okkar sem viljum halda þessum mörkuðum opnum og mótmælum fyrirhugaðri reglugerðar breytingu um vigtun sjávarafla........
 
Lesa meira

Mánudagur 30 nóv 2009

30.11.2009
Mánudagur 30 nóv 2009
Jæja félagar nú skal höggva og höggva stórt. Sjómannaafsláttinn burt og hátekjuskatt á þennan þjóðflokk sem kallar sig sjómenn.
Kvartandi og kveinandi með sjónvarp og internet á sjónum...........
 
Lesa meira

Mánudagur 23 nóv 2009

23.11.2009
Mánudagur 23 nóv 2009
Lítið að frétta úr verstöðinni nema síldarskipin sækja sér skammt í Breiðafjörðinn eftir þörfum vinnslunnar. Kap er undir núna í Gúanó, var með um 600 tonn. Sighvatur fer fljótlega. Álsey er að landa í FESinu, var með 900 tonn sem fékkst í einu kasti milli skerja í Breiðafirðinum. Þannig að vaktir eru í Ísfélaginu og Vinnsló.
Sýkingin........
 
Lesa meira

Fimmtudagur 19 nóv 2009

19.11.2009
Fimtudagur 19 nóv 2009
Góðan dag.
Lítið um að vera í dag eða lítið fiskirí á flotanum. Drangavík, Bergur, Frár, Gandí, Smáey, Portland og Brynjólfur lönduðu í morgun, frekar dræmt hjá öllum.........
 
Lesa meira

Miðvikudagur 18 nóv 2009

18.11.2009
Miðvikudagur 18 nóv 2009
Daginn.
Hann er kaldur í dag, austan þræsingur og hitinn rétt yfir frostmarki.
Álsey kom með 400 tonn af síld úr Breiðafirðinum í gær. Nú eru þeir að fara í smá rannsókn með trollið vestur um held ég. Júpiter........
 
Lesa meira

Mánudagur 16 nóv 2009

16.11.2009
Mánudagur 16 nóv 2009
Góðan og blessaðan.
Blíðan er komin aftur, norðan gola og næs. Annars lítið að frétta af bryggjunni. Kap er að koma með síld úr Breiðafirðinum. Sighvatur kom með 600 tonn á föstudaginn og var flakað og fryst alla helgina í Vinnsló.....................
Lesa meira

Fimmtudagur 12 nóv 2009

12.11.2009
Fimmtudagur 12 nóv 2009
Daginn.
Allt gott að frétta úr verstöðinni. Mikil umferð í morgun. Tvíbbarnir komu í gærkvöld með um 100 tonn af gullaxi. Vestmannaey er með bilað spil........
Lesa meira