Fréttir


Miðvikudagur 15 júlí

15.07.2009
Miðvikudagur 15 júlí.
Maður nokkur kom að Matta heitnum ,,spígon'' niður á bryggju þegar hann gerði út plastbátinn Þóri Jóhannsson og spurði Matta hvort hann væri að fara á sjó. ,,Nei'' svaraði Matti ,, ég er að fara á hausinn''.
Alltaf sama blíðan hérna á eyjunni grænu.
Nú berast fréttir af einhverri rannsókn að sjófuglinn taki ekki upp B vítamín úr fæðunni og þess vegna fækki honum eins og raun ber vitni. Nú er bara að takla höndum saman og gefa lundanum B vítamín eins og lömbunum er gefið ormalyf !!
Smáey var í landi í morgun með....................
Lesa meira

Þriðjudagur 14 júlí

14.07.2009
Þriðjudagur 14 júlí
Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur frakka er í dag, dagurinn þegar alþýða landsins steypti gerspilltri konungsstjórn Loðvíks af stóli og notaði fallöxina grimmt.
Hér er lítið að frétta, Vídalín var í landi í morgun með fullfermi af blönduðum afla, síldarskipin eru að fá 500-600 tonn á sólarhring í tveimur hölum. Stéttarfélög sjómanna í Vestmannaeyjum og útvegsmenn sendu frá sé ályktun í dag um kvótaúthlutun næsta fiskveiðiárs og kemur hún hér................
Lesa meira

Mánudagur 13 júlí

13.07.2009
Mánudagur 13 júlí.
Allt í góðu eftir helgina. Brynjólfur kom í morgun með 115 kör af heilum krabba og 40 kör af fiski annars er rólegt en trillurnar eru að fiska ágætlega. Frár var á Höfðanum og vantar í eitt kar og kemur í kvöld mest ýsa, aðrir eru á Pétursey og Vík og eru að kroppa sæmilega. Huginn fer í rannsóknartúr vestur fyrir land í kvöld, síldarskipin eru að fá ágætt norðan við 66 gráðuna NA af landinu. Steinunn SF landaði hér í morgun fullum bát af ufsa sem fór í Ísfélagið.
Kv. Valmundur
Lesa meira

Föstudagur 10 júlí

10.07.2009
Föstudagur 10 júlí
Sælt veri fólkið. Nóg að gera við höfnina í dag. Uppsjávarskipin streyma til hafnar. Guðmundur landar frosnu og í grút, einnig Sighvatur og báðar Kap irnar að landa og eitthvað á að reyna að frysta úr þeim. Bergey og Vestmannaey með sitthvor 150 körin.........
 
Lesa meira

Fimmtudagur 9 júlí

09.07.2009
Fimmtudagur 9 júlí
Sæli nú. Veðrið leikur við okkur dag eftir dag. Nóg að gera við höfnina. Smáey og Frár lönduðu í morgun voru með sitthvor 75 körin, einnig Dala Rafn en veit ekki hvað hann var með. Gullberg var líka í landi í morgun með ágætan afla og eins Suðurey og Brynjólfur með humar. Nú er makrílveiðum lokið og stóru skipin streyma til hafnar. Guðmundur verður í fyrramálið og flestallir koma heim um helgina til löndunar og svo á síldina............
Lesa meira


Mánudagur 6 júlí

06.07.2009
Mánudagur 6 júlí.
Jæja goslokahelgin búin og allir farnir á sjó og lífið gengur sinn vanagang. Mismikil makrílveiði, dagaskipt segja uppsjávargæjarnir en það á að frysta í Ísfélaginu á morgun.
Gandí var í landi í morgun með þokkalegt af krabba.  Annars er lítið að frétta, var með svaka partý fyrir áhöfnina á Frá á föstudaginn og allir skemmtu sér hið besta og tóku svo laugardaginn í Skvísusundinu og allir þunnir á sjó á sunnudag.
Kv. Valmundur
Lesa meira

fimmtudagur 2 júlí

02.07.2009
Fimmtudagur 2 júlí.
Margt býr í þokunni, segir einhversstaðar í fornum skræðum. Ég sem hélt að svona þoka væri bara fyrir austan land en þar, eins og allir sjómenn vita, sést stundum ekki fram fyrir stefni eða í afturgálgann fyrir einhverju sem kallað er austfjarðaþoka. Þá er gott að hafa radarinn og treysta á hann...........
 
Lesa meira

Þriðjudagur 30 júní

30.06.2009
Þriðjudagur 30 júní.
Allt sæmilegt að frétta hér á aðaleyjunni. Veðrið leikur við okkur bæði til sjós og lands. Vídalín landaði fullfermi í morgun og Suðurey líka. Kap og Sighvatur koma með fullfermi af makríl í dag og Guðmundur líka, bæði með frosið og grút. Bátaflotinn er í ýsuleit en eitthvað er nú lítið um hana blessaða.........
Lesa meira

Fimmtudagur 11 júní

11.06.2009
Fimmtudagur 11 júní
Sæl öll, vegna nokkurra fyrirspurna set ég ræðu sem ég hélt á Sjómannadaginn hér inn. Annars er lítið að frétta, Vestmannaey landaði 60 körum í morgun og Brynjólfur 50 kör af heilum humri og eitthvað af fiski.
Annars eru allir á sjó í einhverju nákroppi...........
Lesa meira

þriðjudagur 9 júní

09.06.2009
Þriðjudagur 9 júní.
Sjómannadagshelgin er afstaðin og ég held að segja megi að hún hafi tekist vel í alla staði.
Laugardagurinn við höfnina var frábær í góðu veðri og margir lentu í sjónum. Sjá myndir á www.eyjafrettir.is Höllin var frábær að venju og Einsi kaldi í essinu sínu.
Takk yrir frábæra mætingu eyjamenn á viðburði helgarinnar..............
 
Lesa meira

Þriðjudagur 2 júní

02.06.2009
Þriðjudagur 2 júní
Jæja alltaf nálgast Sjómannadagurinn. Allir á sjó nema Brynjólfur sem kom í morgun með 70 kör af heilum humri og 100 kör af fiski. Glófaxi er við Eldeyna í stórum krabba og fær slatta af fiski með.
Togbátaflotinn er að mestum hluta fyrir austan land í ágætis ýsu kroppi. Síldin veiðist bara í flottrollið.
Þorsteinn fékk 330 kör í úthafskarfanum á tveimur sólarhringum.
Útgerðaraðallinn er farinn að titra vegna fyrningarleiðarinnar og verður að leggja til breytingar á núverandi kerfi ef almenningur á að taka þá trúanlega........
 
Lesa meira

Þriðjudagur 30 apríl

30.04.2009
Þriðjudagur 30 apríl.
Allt gott að frétta, ágætisfiskirí bátaflotinn hefur verið vestan við Þorlákshöfn í ágætis kroppi en um helgina fór blessaður þorskurinn að flæða yfir allt. Nú stóla allir á 1. maí en þá opnar línuhólfið útaf ..............
 
Lesa meira

Mánudagur 20 apríl

20.04.2009
Mánudagur 20 apríl
Jæja nú er fæðingarorlofi þorsksins að ljúka, nánar tiltekið á morgun. Allir mæta örugglega á Surtinn í ýsuleit. Gandí.........
Lesa meira

Föstudagur 17 apríl

17.04.2009
Föstudagur 17 apríl
Daginn, nokkrir lönduðu í morgun allur rauði herinn og voru með sæmilega afla. Suðurey landaði í gær fullum bát þriðjungurinn þorskur. Gandí fór á humar í morgun og Brynjólfur verður á netum út mánuðinn.
Pólitíkin........
Lesa meira

Miðvikudagur 15 apríl

15.04.2009
Miðvikudagur 15 apríl.
Jæja langt síðan síðast félagar, allt gott að frétta nema þorskur um allan sjó en nú er fæðingarorlof hjá þeim gula og stendur fram á þriðjudag. Vonandi bætir ný ríkisstjórn við þorskkvótann því til þess eru allar forsendur sama hvað klerkarnir hjá hafró segja. Varðandi kvótakerfið sem hefur verið til umfjöllunar...............
Lesa meira

Fimmtudagur 26 mars

26.03.2009
Fimmtudagur 26 mars.
Jötunn hefur haft sumarbústað á leigu undanfarin ár að Gljúfri í Ölfusi. Tekin hefur verið ákvörðun að leigja ekki bústað næsta sumar. Bæði er þetta óhemju dýrt og félagið hefur eins og fram hefur komið, keypt tvær íbúðir í Reykjavík, þannig að orlofssjóðurinn okkar er varla aflögufær nú um stundir. Komið hafa fram hugmyndir....................
 
Lesa meira

Miðvikudagur 25 mars

25.03.2009
Miðvikudagur 25 mars
Jæja allt fullt af fiski í Eyjum. Unnið á vöktum hjá Vinnsló og landburður af fiski í öll veiðarfæri. Trollbáta flotinn .......................
Lesa meira

Mánudagur 16 mars

16.03.2009
Mánudagur 16 mars
Langt síðan ég skrifaði en mikið að gera á sjónum. Var í fríi síðustu viku og þá fiskaði Frár rúm 400 kör. Búið að vera gott fiskirí í öll veiðarfæri og yfir engu að kvarta nema fiskverðinu.
Ekki lýst mér á fyrirhugaða skerðingu..............
Lesa meira

Fimmtudagur 5 febrúar

05.02.2009
Fimmtudagur 5 febrúar
Hvílík blíða er þetta dag eftir dag, segi nú bara ekki annað. Við peyjarnir á Frá komum í land í morgun með um 100 kör mest ufsi og karfi sem fékkst vestan við Surtinn í kantinum. Engin...........
 
Lesa meira