Fimmtudagur 1. júlí 2010

01.07.2010
Fimmtudagur 1. júlí.
Bræluskítur á miðju sumri hjá okkur í Verstöðinni. Allir í landi nema Bergur sem er væntanlegur fyrir helgi, enda goslokahelgi og Bergsmenn láta ekki gott gaman fram hjá sér fara. Bylgja er í slipp í Hafnarfirði í vélarupptekt.
Verðlagsmálin í makrílnum og síldinni eru að skýrast og ég trúi ekki að úgerðin í Eyjum vilji vera með lægsta verðið ásamt Hornfirðingunum. Nú er Verðlagsstofa skiptaverðs komin í góðar hendur og ef ekki vill betur til vísum við verlagsmálunum til þeirra. Vonandi verður verðið á svipuðum nótum og hjá öðrum og enginn slagur.
Minni á orlofsstyrkinn og tómstundastyrk. Hafið samband við skrifstofuna eða sendið póst.
Kv. Valmundur