06.07.2010

Makríl og síldarverð.

Moren allir til sjávar og sveita.

Það er rigning hér í Verstöðinni en annars aðgerðarlítið veður. Makrílflotinn leitar nú austur á bóginn því lítið hefur fundist hér heimavið. Enn borga stöðvarnar í Eyjum lægsta bræðsluverðið. Nú eru borgaðar kr. 28 í bræðslu. Austfirðingarnir borga frá kr. 33 til 37 fyrir bræðslufiskinn. Þetta er of mikill munur að mínu mati og ég trúi því ekki að óreyndu að Eyjamenn séu stoltir af því að vera lægstir. Líklega verðum við að vísa verðinu hér til Verðlagsstofu skiptaverðs til að fá leiðréttingu í þessum málum. Vonandi þurfum við þess þó ekki og náum saman með útgerðinni.Annars er lítið að frétta. Togbátaflotinn er að eltast við ýsu víða um hafið og hörfa undan þeim gula. Dala Rafn er að fara á makríl um helgina og verður spennandi að fylgjast með hjá þeim. Einnig ætla Vestmannaey og Bergey að tvílembast á makríl bráðlega og það er líka spennandi dæmi.