16.08.2010

Moren á mánudegi 16 ágúst 2010.

Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast aftur eftir þjóðhátíðina. Stöðvarnar komnar í gang og bræðslurnar. Vídalín landaði í morgun rúmum 90 tonnum, mest ufsa. Bergey var með fullfermi, rúm 60 tonn einnig ufsi. Svo er Þorsteinn búinn að landa 1600 tonnum af síld og makríl í bræðslu í FESið og Kap með 1300 tonn í Gúanóið.

Hitti nokkra góða spjallara í morgun og hafði einn þeirra á orði að ekki þyrfti heilt knattspyrnuhús til að ÍBV væri á toppnum. Vildi hann meina að vinna við húsið lægi niðri og ef ÍBV landaði titlinum yrði húsið tekið niður og notað til að byggja yfir Skipalyftuna.