Miðvikudagur 22 júní 2011

22.06.2011
Miðvikudagur 22 júní 2011
Góðan og blessaðan.
Minni félagsmenn á orlofsstyrkinn sem við greiðum út yfir sumarmánuðina. Þú kemur með greiddan reikning fyrir einhverskonar orlofskostnaði og færð kr. 15.000 uppí reikninginn.
Samþykkt var á aðalfundinum okkar að bæta við tveimur nýjum styrkjum. Vegna hjartaverndar og krabbameinsskoðunar. Allt að 50% reiknings er styrkhæft.
Sjómenn hafa samið um hækkanir á kaupliðum við LÍÚ. Sjá á vef sjómannasambandsins www.ssi.is