Verstöðin

15.12.2011

 

Verstöðin 15 des 2011

Moren.

Nú eru nokkrir að landa. Dala-Rafn er með 40 tonn, Frár með 35 tonn, Þórunn með 80 tonn, Vídalín landaði í gær 100 tonnum. Rauði herinn er á morgun. Dala-Rafn og Frár eru hættir fyrir jól. Vídalín er að fara út og Þórunn verður að fram að jólum og milli hátíða. Gullgámurinn freistar enn. Guðmundur er kominn úr austurvíking og er að landa 830 tonnum af norsk-íslenskri síld. Huginn er búinn með sinn skammt af íslandssíld og er kominn með jólaljósin. Skúrað og skrúbbað fyrir jólin og skipin skreytt.

Ein gömul siglingasaga að norðan.

 

Á einum Akureyrar síðutogaranum voru menn að fiska í siglingu. Stýrimaðurinn var mjög stressaður þegar hann fékk að leysa kallinn af á toginu. Alltaf galandi í bátsmanninn að þreifa á vírunum og athuga hvort það væri nú ekki í botni. Bátsmaðurinn var ekki par hrifinn af þessum þreifingum en lét það ekki í ljós en sagðist borga stýrimanni þetta við tækifæri. Líður nú túrinn og siglt á England. Þar náði stýrimaður sér í konu eina góða og mætti með hana um borð. Hurfu þau svo í klefa stýrimanns. Nú er lag segir bátsmaður. Tekur með sér mannskapinn og þeir læðast að klefa stýrimanns. Bátsmaður opnar rifu á klefahurðina og þar blasir afturendi stýrimanns við þeim á fullri ferð. Bátsmaður stekkur til og rífur í punginn á stýrimanni og galar; ,, ER ÞAÐ Í BOTNI."!!

Tekið skal fram að stýrimaður var ógiftur maður á þessum tíma.