Aðalfundur Jötuns 2015

08.04.2015
 Hér undir eru ályktanir aðalfundar 2015.
 Ályktun aðalfundar Jötuns sjómannafélags 2015

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 krefst þess að mönnunarmál íslenskra fiskiskipa verði tekin til gagngerrar endurskoðunar með tilliti til öryggis áhafna og skipa.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 minnir á að sjómannaafslátturinn er nú aflagður að fullu og krefst fundurinn þess að Íslenskir sjómenn njóti í einhverju fjarvista frá heimili og skertrar þjónustu hins opinbera. Má þar nefna hvernig skattkerfi nágrannalandanna eru sniðin fyrir sjómenn.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 vill koma á framfæri þökkum til Slysavarnaskóla sjómanna og hvernig skólinn hefur þjálfað íslenska sjómenn í áraraðir. Í fyrra varð ekkert banaslys á Íslandsmiðum og slysum á sjómönnum fækkar á hverju ári. Jötunn mun færa Sæbjargarmönnum veglega gjöf að þessu tilefni.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 minnir á að kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna eru enn lausir, eftir rúm fjögur ár. Fundurinn ályktar að sá seinagangur sem verið hefur á viðræðum aðila sé ekki boðlegur og hvetur samningsaðila til dáða við samningaborðið.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 tekur heilshugar undir með landverkafólki fyrir bættum kjörum þeirra og styður komandi aðgerðir þeirra. Það er ekki boðlegt þegar hvert fyrirtækið af öðru tilkynnir um methagnað, ár eftir ár, meðan launafólk lepur dauðann úr skel og þarf að standa helst tvöfaldan dagvinnutíma til að hafa í sig og á.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 krefst þess að Alþingi Íslendinga sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Eins og reglurnar eru í dag getur kaupandi og seljandi fisks verið einn og sami aðilinn sem í krafti einokunaraðstöðu sinnar ákveður verðið í eigin viðskiptum. Að mati fundarins getur þetta verðmyndunarkerfi ekki gengið lengur og því nauðsynlegt að setja reglur sem skylda útgerðina til að sel 29. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að Alþingi Íslendinga sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Eins og reglurnar eru í dag getur kaupandi og seljandi fisks verið einn og sami aðilinn sem í krafti einokunaraðstöðu sinnar ákveður verðið í eigin viðskiptum. Að mati þingsins getur þetta verðmyndunarkerfi ekki gengið lengur og því nauðsynlegt að setja reglur sem skylda útgerðina til að selja allan afla, sem fer til vinnslu innanlands, á uppboðsmarkaði fyrir sjávarfang allan afla, sem fer til vinnslu innanlands, á uppboðsmarkaði fyrir sjávarfang.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 mótmælir því harðlega að sjómenn fái aðeins uppgert úr 20% af andvirði VS afla (afli utan kvóta). Samkvæmt kjarasamningum á að gera upp við sjómenn úr heildarverðmæti aflans. Önnur framkvæmd á því, þrátt fyrir fyrirmæli í lögum um stjórn fiskveiða, er klárt brot á kjarasamningum.

Aðalfundur Jötuns sjómannafélags 2015 hvetur áhafnir skipa og stjórnendur útgerða til að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð eins og lög og reglur mæla fyrir um. Þingið telur nauðsynlegt að öll áhöfnin staðfesti með undirskrift að æfing hafi verið haldin um borð. Þannig er komið í veg fyrir málamyndaæfingar. Einnig skorar þingið á yfirmenn fiskiskipa að sjá til þess að nýliðar fái lögbundna fræðslu um öryggisbúnað og hættur um borð.